Ingólfur á Arnarhól

Miðnætti í miðbænum

Leit út um gluggann klukkan hálf tólf í gærkvöldi, sá að himinninn var óvenju fallegur, greip myndavél með 24 mm linsu, og sagði konunni að ég kæmi eftir fimm. Þessar fimm mínútur urðu að einum og hálfum klukkutíma rölti um miðbæinn um miðnæturbil.

Það voru margir á ferðinni, agndofa útlendingar, í bland við íslendinga sem flestir voru að skemmta sér á öldurhúsum bæjarins, og misstu af næturhimninum í nótt. Sólsetur í Reykjavík í dag er klukkan 23:42 / 11:42 PM.

Hallgrímskirkja klukkan 23:34

 

Skólavörðustígur klukkan 23:41
Við Laufásveg klukkan 00:29
Reykjavíkurtjörn klukkan 00:36

 

Reykjavík 05 & 06/06/2022  23:34 – 00:36 : A7R III : FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0