Kjarvalsstaðir á norðanverðu Klambratúni. Hallgrímskirkja í bakgrunni

Klambratún & Kjarvalsstaðir

Klambratún, er stórt útivistarsvæði í miðju Hlíðarhverfi, ekki langt frá miðbæ Reykjavíkur. Garðurinn sem er nokkurn veginn ferhyrntur og um 10 hektarar að stærð, og er þar sem bóndabærinn og túnin á Klömbrur var, en Reykjavíkurborg eignast bæinn árið 1946, og hóf tveimur árum seinna rekstur skólagarða fyrir reykvísk ungmenni. Á sjöunda áratugnum var Klambratúni breytt í útivistarsvæði, og Kjarvalsstaðir byggðir, listasafn sem er helgað list Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, auk annara sýninga. Safnið er hluti af Listasafni Reykjavíkur. Í dag er Klambratún mikið notað til útivistar, borgarbúar viðra þarna hundana sína, leika sér í frisbígolfi, en einn vinsælasti völlur landsins er á túninu, eða bara setjast niður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum til að hitta mann og annan.

Frisbígolfvöllurinn á Klambratúni, er níu holu völlur og einn sá vinsælasti á landinu.
Á Klambratúni er blakvöllur, knattspyrnuvöllur, körfuboltavöllur og mjög gott leiksvæði fyrir börn og fullorðna, með grillaðstöðu
Mjög algengt er að fólk komi saman, og grilli, halda afmæli á svæðinu eins og í dag á Klambratúni
Frá sýningunni Spor og þræðir þar sem nýleg verk eftir fjölbreyttan hóp listamanna sem sauma út eða nota nál og tvinna (þráð)
Það eru fjórtán listamenn sem taka þátt í sýningunni Spor og þræðir  sem stendur til 18. september

Reykjavík 10/06/2022  13:18 – 14:49 : A7R IV – A7C : FE 1.4/24mm GM – FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0