Glittir í Langjökul bak við Hlöðufell, en landið þarna er mjög mótað af eldvirkni

Fyrirboði á gos?

Í gærkvöldi var stór jarðskjálfti 4,6 að stærð undir Langjökli. Það er ekki algengt að svo stórir skjálftar séu á þessu svæði. Jökullinn sem er austan við Borgarfjarðarhérað, og skjálftin er aðeins í 45 km fjarlægð í beinni línu frá Þingvallavatni, og 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Skjálftinn fannst vel, á vestanverðu landinu, allt norður í Húnavatnssýslur og á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn sem er á flekaskilum á vestara gosbelti landsins, sem gengur frá Hengli, rétt vestan við Þingvallavatn innundir Langjökul, sem er næst stærsti jökull landsins á eftir Vatnajökli og á undan Hofsjökli sem er austan við hann. Síðasta stóra eldgos á svæðinu, var á 10. öld, rétt eftir að Ísland byggðist, en í því gosi myndaðist Hallmundarhraun. Í hrauninu eru margir af stærstu hellum landsins, þeirra þekktastir eru Víðgelmir og Surtshellir. Talið er að gosið hafi varað í nokkur ár, enda þekur hraunið 200 km² lands, og heildarlengdin var gosstöðvunum undir jöklinum niður á Hvítársíðu eru 52km. Er kominn tími á gos þarna?

Stefánshellir í Hallmundarhrauni
Horft eftir þúsund ára gömlu Hallmundarhrauni, norðan við Húsafell
Þingvallavatn næst, síðan Skjaldbreið og í fjarska Langjökull

Hallmundarhraun – A7RIII – 2.8/21mm Z, FE 2.8/90mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0