Okkur íslendingum er kennt snemma að vinna, unglingavinnan, sumarvinna sem sveitarfélög hafa veg og vanda af, frá 15 ára aldri, er mjög oft fyrsta launaða vinnan hjá okkur flestum. Mest er þetta útivinna, að hreinsa og fegra umhverfið. Eins og í Hljómskálagarðinum, sem ljósmyndari Icelandic Times / Land & Sögu átti leið um í dag. Þar var margt um mannin, um allan garð að hreinsa, snyrta, og sá. ,,Hér eru líklega milli 40 og 50 manns á hverjum virkum degi að fegra umhverfið, bæði í Hljómskálagarðinum, og í Einarsgarði, litlum garði við Landspítalann.“ Sagði verkstjóri garðsins við mig. ,,Mest ungmenni, síðan er hér flokkur af einstaklingum með skerta starfsgetu, og síðan við, gerðyrkjumenntaður flokkur, sem stjórnar því sem á og þarf að gera, til að gera borgina okkar hreinni og fallegri.“ Ungmennin fá 1200 ISK á tímann, sem þau sögðu að væri bara fínt, því þau væru með svo frábæran verkstjóra.
Reykjavík 27/06/2022 : 11:12 – 14:04 : A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson