Frá sýningu Elvars Arnar Kjartanssonar, Kerfið á Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Kerfiskarlinn Elvar Örn

Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófinni (Hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur)  stendur nú yfir ljósmyndasýningin Kerfið, eftir listamanninn og ljósmyndarann Elvar Örn Kjartansson sem hefur búið og starfað í Nuuk, höfuðborg Grænlands undanfarin ár. Myndirnirnar á sýningu eru þó rammíslenskar, en frá árinu 2016 hefur hann heimsótt stofnanir og fyrirtæki á Íslandi, þar sem hann dregur upp á yfirborðið hið ósýnilega kerfi sem liggur að baki nútíma þægindum sem við tökum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Myndirnar hafa það markmið að vekja okkur upp úr dvala, og undirstrika mikilvægi þess ósýnilega, sem er samt svo mikilvægur hlekkur í kerfinu sem heldur nútímasamfélagið gagandi.  

Sýningin sem stendur fram til 11 desember, er virkilega vel upp sett. Fær mann til að hugsa. 

 

Frá sýningu Elvars Arnar Kjartanssonar, Kerfið á Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Frá sýningu Elvars Arnar Kjartanssonar, Kerfið á Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Frá sýningu Elvars Arnar Kjartanssonar, Kerfið á Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Reykjavík 11/10/2022 : A7C – FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0