Garðhús, horft í austur, slippurinn í bakgrunni

Lítið hús, stór saga

Garðhús, lítið hús sem stendur á sérstökum stað við Mýrargötu, móti Bakkastíg við vestanverða Reykjavíkurhöfn er ansi sérstakt. Byggt árið 1884 af Bjarna Oddsyni, hafsögumanni og sjómanni og konu hans Þuríði Eyjólfsdóttur. Garðhús er nú eitt af örfáum svokölluðum steinhúsum sem eru enn uppistandandi á Íslandi. Barnabarn þeirra hjóna, Þuríður Dýrfinna Þorbjarnardóttir fæddist í húsinu árið 1891, þrítug og altalandi á mörg tungumál, var hún fengin til að vinna á Hótel Skjaldbreið, við Kirkjustræti, rétt vestan við Alþingishúsið. Þar kynntist hún markgreifanum Henri Charles Raoul de Grimaldi d‘Antibes et de Cagne frá Mónakó, og giftist honum í Dómkirkjunni í október 1921. Þau sigldu síðan í brúðkaupsferð til Lissabon, þar sem þessi Mónakóski greifi átti miklar eignir. Þuríður Dýrfinna deyr þremur árum síðar í Brussel úr berklum.   

Garðhús í upphafi síðustu aldar. Saltfiskur þurrkaður á lóðinni
Framhlið hússins, Borgarsögusafn Reykjavíkurborgar hefur sett upp marga upplýsingastólpa um höfuðborgina til að upplýsa ferðafólk og heimamenn
Nútíminn og sagan, horft í norðvestur eftir Mýrargötunni

Reykjavík 17/10/2022 : A7R IV, A7R III – FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0