Gunnuhver á Reykjanesi

Yfir 2500 jarðskjálftar í síðustu viku 

Í síðustu viku, mældust 2520 jarðskjálftar á Íslandi. Landið er jú eldfjallaeyja, og það mætti ætla að margir staðir, eða eldfjöll séu að hugsa sér til hreyfings. Í síðustu viku voru flestir skjálftarnir við fjallið Herðubreið, norður af Öskju og suður af Mývatni, meðal annars stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu, en hann var upp á 4,1 að stærð. Askja er eitt stærsta eldumbrotasvæði landsins, þar gaus síðast 1961. Herðubreið er í því gosbelti. Stærstu skjálftar vikunnar, yfir 3 eða stærri samkvæmt Veðurstofu Íslands, sem vaktar landið voru á Reykjanesi, við Herðubreið, og norður í Grímsey. Hekla, Grímsvötn í Vatnajökli, og Katla í Mýrdalsjökli voru heldur rólegri en vikuna á undan. Hvar gýs næst, er ómögulegt að segja, jafnvel gæti gosið á tveim stöðum í einu, en eldfjallafræðingar hafa trú á því að Ísland sé að fara í eldvirkt tímabil, eftir nokkuð róleg síðustu 100 ár. 

Fer að gjósa við Herðubreið?
Rólegt að horfa í haustblíðunni að Mýrdalsjökli og Kötlu
Hekla séð frá Þórisvatni

Ísland 2020-2022 : A7C, A7R IV – FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/90mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0