Brynjur, verk eftir Steinunni Þórarinsdóttur stendur fyrir framan Hallgrímskirkju

Kirkja Hallgríms

Það var verið að frumsýna nýja lýsingu í Hallgrímskirkju, en skipt hefur verið um alla lýsingu kirkjunnar, jafnt utan- sem innandyra. Lýsingin er nú með LED ljósum, sem spara mikla orku, og gefa jafnframt fjölda kosta og val á öllum regnbogans litum, í lýsingu á kirkjunni. Lagt var upp með að nýja lýsingin drægi fram og undirstrikaði formfagra hönnun Hallgrímskirkju. En kirkjan er nefnd eftir Hallgrími Péturssyni (1614-1674) mesta sálmaskáldi Íslands. Kirkjuna teiknaði húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson (1887-1950) og var hún reist á árunum 1945 til 1986. Kirkjan sem er eitt þekktasta kennileiti höfuðborgarinnar stendur efst á Skólavörðuholtinu, í miðbæ Reykjavíkur og er kirkjan næst hæsta bygging á Íslandi, 74,5 metra há. Fyrir framan Hallgrímskirkju stendur stytta af Leifi heppna Eiríkssyni, fyrsta evrópubúanum sem setti fót sinn á meginland Norður – Ameríku, árið þúsund. 

Horft upp Hallgrímskirkju
Suðurhlið Hallgrímskirkju
Hallgrímskirkja í allri sinni litadýrð

Reykjavík 31/10/2022 : A7C – FE 1.8/14mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0