Ferðamenn skoða kort af Reykjavík við Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar frá árinu 1986. Verkið sem staðsett við Sæbraut, og er einn fjölfarnasti ferðamannastaður höfuðborgarinnar.

Fjöldi ferðamanna

Rétt tæplega 160 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í síðasta mánuði, október 2022, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Ferðamenn voru 80% af þeim ferðamönnum, sem komu hingað 2018, sem er enn það ár sem flestir ferðamenn sóttu Ísland heim. Bandaríkjamenn voru lang fjölmennastir en þriðji hver ferðamaður, eða 52 þúsund komu hingað í október þaðan. Bretar voru í öðru sæti, en þeir voru 25 þúsund í október, eða 16% af heildarfjöldanum. Þessar tvær enskumælandi þjóðir voru hvorki meira né minna en helming allra brottfararfarþega í mánuðinum. Þjóðverjar voru þriðja fjölmennastir, en þeir voru 6%, Pólverjar voru í fjórða sæti en 4,8% farþega frá landinu voru þaðan. Í fimmta sæti voru Danir, en þeir voru 3,9% af heildinni. Ítalir voru í sjötta sæti, 2,7% farþega, þar á eftir deildu Frakkar og Spánverjar sjöunda og áttunda sæti, með 2,6% hvort um sig. Hollendingar voru í níunda sæti 2.4% og Kanadamenn í því tíunda en 2,2% voru frá þessu næst stærsta ríki veraldar. Rétt rúmlega þrír fjórðu af þeim sem heimsóttu Ísland í október koma frá þessum tíu löndum. Íslendingar voru ferðaglaðir í október, en 72 þúsund íslendinga fóru erlendis í mánuðinum, sem gerir hann að stærsta ferðamánuði ársins. Sem er merkilegt. Icelandic Times / Land & Saga skrapp niður í bæ, og tók myndir eins og ferðamaður í nóvember góðviðrinu.

Heimar í heimi, í Víkinni, Grandagarði, eftir Sigurð Guðmundsson frá árinu 2013. Leikjaframleiðandinn CCP, gaf Reykjavíkurborg verkið í tilefni tíu ára afmælis fyrirtæisins.
Horft frá Hörpu, vestur yfir Reykjavíkurhöfn
Frá Hörpu blasir við nýja Landsbankabyggingin (til hægri á myndinni) en þessi stærsti banki landsins flytur þangað nú um áramótin
Nýi og gamli tíminn í Víkinni við Reykjavíkurhöfn

Reykjavík 10/11/2022 : A7C, A7R III : FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM,
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson