Miðnætti, Reykjahlíð við Mývatn

Mývatn í Suður–Þingeyjarsýslu

Mývatn í Suður–Þingeyjarsýslu á norðausturhorninu, er ekki bara einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum á Ísland. Svæðið við og kringum vatnið, sem er það fjórða stærsta í lýðveldinu, er  heimsþekkt fyrir einstakt fuglalíf og mikla og merkilega eldvirkni. Ein þekktasta og besta Laxveiðiá landsins, Laxá í Aðaldal rennur úr Mývatni. Við vatnið er fjöldi staða, sem ekki bara laða að sér ferðamenn, heldur eru einstakir á lands og heimsvísu, eins og Dimmuborgir, Gervigígarnir við Skútustaði, Hverfjall, Námafjall, Hverarönd og Leirhnjúkur. Vatnið sjálft er til í sinni núverandi mynd eftir eldgos í Lúdentsborgum og Þrengslaborgum fyrir 2000 árum. Fimmhundruð árum áður hafði Hverfjall, sem setur sterkan og fallegan svip á sveitina, gosið í einu stóru sprengigosi. Síðustu gos við Mývatn eru Kröflueldar, níu smágos, frá desember 1975 til september 1984. Ferðaþjónusta í Mývatnssveit hefur verið til fyrirmyndar undanfarna áratugi, enda svæðið vel sótt, allan ársins hring. Frá Mývatni eru 500 km til Reykjavíkur, tæplega 100 km til Akureyrar, og rúmlega helmingi styttra til Húsavíkur eða að Dettifossi. 

Hverfjall, sem er vinsælt að klífa. Fjallið varð til í sprengigosi fyrir 2500 árum
Hraun úr Kröflueldum
Litadýrð á hverasvæðinu við Námaskarð
Ferðafólk við Hverarönd

Ísland 2019/2022 : A7R III, A7R IV : FE 1.4/50mm Z, FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0