Innsiglingin inn til Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður & Hansakaupmenn

Hafnarfjörður var aðalhöfn þýskra Hansakaupmanna á Íslandi, og var mesta inn og útflutningshöfn landsins frá 1480 og alla 16. öldina. Árið 1602 gaf Kristján IV. danakonungur út tilskipun um einokunarverslun, en með henni var öllum öðrum en þegnum danska ríkisins bannað að stunda verslun á Íslandi. Tók þá við eitt mesta hnignunarskeið í íslenskri sögu, en einokunarverslunin stóð til 1787. Konungur gaf einnig út þá tilskipun 1608 að allar byggingar Hansakaupmanna í Hafnarfirði skildu rifnar, meðal annars fyrsta lútherska kirkjan á Íslandi, vegleg timburkirkja með koparþaki. Að stofnun og byggingu kirkjunnar stóðu að Hansakaupmenn í Hafnarfirði, í Straumsvík og skipstjórar sem lögðu stund á Íslandssiglingar. Það er fátt sem minnir á Hansatímann í Hafnarfirði í dag, þegar Icelandic Times / Land & Saga átti leið um fjörðinn, nema minnismerki um fyrstu lúthersku kirkjuna sem var reist þarna við höfnina árið 1533. Verkið er eftir þýska listamanninn Lupus, Hliðið minnist samskipta Íslendinga og Þjóðverja til forna, og vísar veginn inn í framtíðina. Það voru forsetar landanna sem afhjúpuðu minnismerkið fyrir tuttugu árum, tæpum. 

Minnismerki um fyrstu lúthersku kirkjuna á Íslandi, reist af Hansakaupmönnum árið 1533 í Hafnarfirði. Flensborgarskóli sést til vinstri við listaverkið, sem er 6 metra hátt
Hafnarfjarðarhöfn í blíðviðrinu í dag
Nýtt hús Hafrannsóknastofnunar við Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjörður 28/11/2022 : A7R IV, A7R III : FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0