Frá Arnarhól, lengst til vinstri, skrifstofa Forsætisráðherra, síðan Lækjartorg, Hafnartorg og til hægri nýjar höfuðstöðvar Landsbankans

Hafnartorgið í hjarta Reykjavíkur

Ásýnd miðbæjar Reykjavíkur hefur breyst mjög mikið á síðustu misserum. Sérstaklega í Kvosinni, en 2015 var byrjað að byggja upp Hafnartorg, frá Lækjartorgi að að Hörpu, þar sem áður voru bara bílastæði og skúrar. Nú er þarna risinn kjarni með tæplega 80 dýrum íbúðum, hótelum, verslunum, mathöll, ritstjórn stærsta dagblaðs landsins og höfuðstöðvar Landsbankans (sem opna í desember) og auðvitað pylsuvagninum sem er búin að vera þarna svo lengi sem elstu menn muna. Þetta er allt nútímalegt, sæmilega fallegt, og auðvitað fór Icelandic Times / Land & Saga í vettvangsferð í skammdeginu til að fanga stemninguna, gefa lesendum nasasjón af rigningunni í Reykjavík í dag, og já… á morgun og hinn. Því hverfið, búðirnar og stemningin verður áfram um ókomna tíð.

Hornið á Tryggvagötu og Hfnarstræti
Hornið á Steinbryggju og Geirsgötu

 

Stutt í jólin
Sigurjón Sighvatsson er nú með sýningu í Gallerí Hafnartorg
Horft frá Lækjargötu að inn Hafnartorg

 

Reykjavík 30/11/2022 : A7C : FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0