Nei takk. Ekki það að jólasnjór sem bæði birti upp og veiti gleði; þá hefur undanfarin sólarhringur verið aðeins mikið af því góða, það er að segja af snjókomu og skafrenningi. Icelandair felldi til dæmis niður öll flug seinni partinn í dag, flest vestur um haf, hundruðir urðu því auðvitað strandaglópar. Aðrir komast ekki heim. Innanlands var mestan partinn í dag lokað ekki bara fyrir íbúa í efstu byggðum höfuðborgarinnar. Heldur voru allar helstu leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu meira eða minna lokaðar í allan dag. En við fáum hvít falleg jól, því spáin fram að jólum, jafnvel áramótum er góð, kalt en engin úrkoma, hér á suðvesturhorninu. Á Melrakkasléttu, já á öllu norðausturhorni landsins mun sjóa vel næstu daga. Icelandic Times / Land & Saga fór í vettvangsferð í dag, hér er árangurinn.
Reykjavík 17/12/2022 : A7RIV, A7C,: FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson