Alþingishúsið er vígt við þingsetningarathöfn þann 1. júlí 1881, og heldur fyrsti landshöfðinginn frá 1873 til 1882, Hilmar Finsen (1824-1886) vígsluræða eftir messu í Dómkirkjunni. Eftir að Hilmar lét af störfum sem landshöfðingi ári síðar, varð hann borgarstjóri höfuðborgar Íslands, Kaupmannahafnar til dauðadags. Í ræðunni segir hann; ,, … og stendur það nú sem hið skrautlegasta og öruggasta hús er nokkurn tíman hefur verið reist á Íslandi, landi og lýð til sóma… og hafi Alþingi Íslendinga í samverknaði við stjórnina haft vilja og dug til að framkvæma eins fagurt og stórkostlegt verk.” En Alþingishúsið þykir minna nokkuð á, þótt smærra í sniðum á Medici-Riccardi höllina í Flórens, byggða árið 1444, með sínum grófhöggna steini, umbúnaður bogaglugga og framstæðri þakbrún. Enda var ekkert til sparað, veggir Alþingishússins eru 80 cm á þykkt neðst, og í holrýminu á milli er fylling af kalki, sandi og sementi. Efst eru þeir rúmlega helmingi þynnri. Eftir fáeina daga, hefur þetta merka hús þjónað þjóðinni vel, í 132 ár, með þrjá Landshöfðingja, og 33 Forsætisráðherra allan þennan tíma.
Reykjavík 19/12/ 2022 : A7RIV, A7C, A7R III : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/14mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson