Það er stutt í jólin, stærstu trúarhátíð kristinna manna. Íslendingar tóku kristni á Alþingi árið 1000, eins og segir í upphafi Grágásar, lögbókar þjóðveldisins Íslands; Á dögum feðra vorra voru þau lög sett að allir menn skulu kristnir vera á landi hér og trúa á einn Guð, föður og son og anda heilagan. Siðaskiptin, þegar Lútherstrú tekur hér yfir úr kaþólsku, miðast við árið 1550 þegar Jón Arason biskup á Hólum í Hjaltadal er tekin af lífi ásamt sonum sínum. Lúterska þjóðkirkjan er lang stærsta trúfélag landsins en rúmlega 60% landsmanna tilheyra kirkjunni. Í heiminum öllum eru tæplega 90 milljónir Lútherstrúar, flestir í Þýskalandi, þar á eftir kemur Eþíópía, Tansanía og Svíþjóð. Örfá lönd í heiminum hafa meirihluta íbúa sem eru Lútherstrúar, þau eru Norðurlöndin fimm, ásamt Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum, og síðan Eistland, Lettland og Namibíu, sem var Þýsk nýlenda frá 1884 til 1919. Meirihluti íbúa norður og austur hluta Þýskalands eru einnig Lútherstrúar. Eins eru tvö fylki Bandaríkjanna með mjög fjölmenna Lútherska kirkju, Norður Dakóta og Minnesota, enda norrænir menn og þjóðverjar stór hluti af þeim innflytjendum sem komu í upphafi frá Evrópu, til að setjast þar að.
Já það er stutt í jólin…. Icelandic Times / Land & Saga brá sér niður í miðbæ að fanga stemninguna, í rokinu og kuldanum, svona rétt fyrir hátíðarnar.
Reykjavík 22/12/ 2022 : A7C : FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson