Vegur 76 norður til Siglufjarðar, Siglufjarðarfjöll í bakgrunni

Fljót á Tröllaskaga

Nyrsta byggðarlag í austanverðum Skagafirði eru Fljót. Snjóþung sveit, sunnan Siglufjarðar á Tröllaskaga. Nokkur jarðhiti er í sveitinni, engin þéttbýliskjarni, en ein verslun / bensínstöð, og eitt lúxushótel á Deplum. Það eru þrjár leiðir í Fljótin á sumrin, tvær á veturnar, frá Hofsósi í suðri og Siglufirði í norðri. Yfir sumarið er fært einn fallegasta fjallveg á á Íslandi, yfir Lágheiðina frá Ólafsfirði. Miklavatn í miðri sveitinni setur mikin svip á Fljótin. 

Stórholt í Fljótum
Fljótá í Fljótum
Geitur á Brúnastöðum
Haganesvík og Breiðafjall
Miklavatn

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
23/02/2023 : A7R III, A7RIV : FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM