Horft norður yfir Breiðafjörð Súgandisey við höfnina fremst

Í Stykkishólmi

Stykkishólmur við Breiðafjörð er fjölmennasti bærinn á Snæfellsnesi. Sjávarútvegur, verslun og nú ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í þessum rúmlega 1.300 manna sveitarfélagi. Verslun hefur verið í Stykkishólmi óslitið frá 1597, og veðurathuganir hafa verið skráðar frá 1845 þegar veðurstöð var sett upp í bænum, sú elsta á landinu. Höfnin er góð, og ferjan Baldur siglir daglega frá Stykkishólmi yfir Breiðafjörðinn að Brjánslæk á Vestfjörðum með viðkomu í Flatey. Sjúkrahús er í Stykkishólmi, reist árið 1936 af reglu heilags Fransiskusar. Góð hótel og veitingastaðir eru í Stykkishólmi, enda er bærinn fullkomlega staðsettur til að hafa sem bækistöð, þegar vesturhelmingur landsins er skoðaður. Ein af betri sundlaugum landsins er í bænum. Icelandic Times / Land & Saga skrapp vestur, til að mynda og upplifa stemninguna í lok vetrar. 

Höfnin í Stykkishólmi
Sjúkrahúsið og klaustrið á hæðinni yfir höfninni
Miðbærinn
Horft í norðvestur yfir á Breiðafjörðinn
Við Hafnargötu
Við Selvallavatn
Náttúran er nálæg, hér er Berserkjahraun og Kerlingarfjall rétt sunnan við Stykkishólm

 

Stykkishólmur 18/04/2023 : A7R III, A7R IV, A7C : FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM / FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0