Horft norður yfir Breiðafjörð Súgandisey við höfnina fremst

Í Stykkishólmi

Stykkishólmur við Breiðafjörð er fjölmennasti bærinn á Snæfellsnesi. Sjávarútvegur, verslun og nú ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í þessum rúmlega 1.300 manna sveitarfélagi. Verslun hefur verið í Stykkishólmi óslitið frá 1597, og veðurathuganir hafa verið skráðar frá 1845 þegar veðurstöð var sett upp í bænum, sú elsta á landinu. Höfnin er góð, og ferjan Baldur siglir daglega frá Stykkishólmi yfir Breiðafjörðinn að Brjánslæk á Vestfjörðum með viðkomu í Flatey. Sjúkrahús er í Stykkishólmi, reist árið 1936 af reglu heilags Fransiskusar. Góð hótel og veitingastaðir eru í Stykkishólmi, enda er bærinn fullkomlega staðsettur til að hafa sem bækistöð, þegar vesturhelmingur landsins er skoðaður. Ein af betri sundlaugum landsins er í bænum. Icelandic Times / Land & Saga skrapp vestur, til að mynda og upplifa stemninguna í lok vetrar. 

Höfnin í Stykkishólmi
Sjúkrahúsið og klaustrið á hæðinni yfir höfninni
Miðbærinn
Horft í norðvestur yfir á Breiðafjörðinn
Við Hafnargötu
Við Selvallavatn
Náttúran er nálæg, hér er Berserkjahraun og Kerlingarfjall rétt sunnan við Stykkishólm

 

Stykkishólmur 18/04/2023 : A7R III, A7R IV, A7C : FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM / FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0