Líklega er ekkert fjall á Íslandi jafn vel myndað á síðustu árum og Kirkjufell í Grundarfirði, enda einstaklega formfagurt. Grundarfjörður er eitt af þremur sveitarfélögum á Snæfellsnesi, og situr í miðjunni mitt á milli Snæfellsnesbæjar vestast og Stykkishólms örlítið austar á nesinu. Til Grundarfjarðar, sem telur tæplega 900 íbúa, koma lang flestir ferðamenn til Snæfellsness. Ekki bara að Kirkjufell trekkir að landleiðina, því að á Grundarfirði er höfn sem tekur á móti stórum skemmtiferðaskipum. Eina höfnin frá Reykjavík, vestur og norður á Ísafjörð sem nær að lokka að, og hefur aðstöðu til að taka á móti skipum sem hafa þúsundir farþega. Icelandic Times / Land & Saga lagði land undir fót og tók á móti sumrinu, birtuninni á Grundarfirði. Enda staðurinn heillandi.
Grundarfjörður 20/04/2023 : A7R III, A7R IV, A7C : FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM / FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson