Þessi mynd er tekin með dróna yfir Langasjó, með leyfi Vatnajökulsþjóðgarðs. Upp eftir miðri myndinni við  Langasjó eru Fögrufj öll sem enda inni í Vatnajökli. Einnig má sjá Skaftá liðast í rólegheitum, fram hjá Fögrufjöllum. Lengra inn á Vatnajökli lengst til hægri má greina Grímsfjall. Til vinstri á myndinni gengur fjallgarður inn með vatninu. Þar gnæfi r hæst Breiðbakur en þangað er akfært. Næst má greina Niðri- og Syðri-Hágöngur sem eru áberandi víða að á hálendinu. Bárðarbungu má sjá á myndinni en hægrísandi jökullinn varð til þess að flugvélin Geysir nauðlenti á hábungu Vatnajökuls. Sagan segir að lendingin hafi verið svo mjúk að flugfarþegar fundu ekki fyrir neinu og vissu ekki að þeir væru lentir. Faðir minn var einn af þeim sem fór á jökulinn til björgunar og sagan segir að hann hafi misst við það 7 kíló. Eins sagði hann mér að gull hafi verið í vélinni sem hann sótti. Seinna meir fékk ég belgmyndavél sem fannst í Geysi, upp frá því, byrjaði ég að taka myndir.  Ljósmynd Steini Pip