Vel var mætt á hátíðina

Hanami hittingur

Það eru 12 ár síðan íslensk-japanska félagið gróðursetti japönsk kirsuberjatré í Hljómskálagarðinum. En þegar kirsuberjatrén eru í blóma, þá safnast fólk saman í almennisgörðum í gjörvöllu Keisaradæminu Japan, og dáist saman að fallegu bleiku blómunum sem blómstra svo fallega. Þú mætir með girnilegt bento (nestisbox) og drykki til að deila með öðrum. Þessi hefð heitir á japönsku Hanami. Undanfarin ár hefur þessari hefð verið komið á í Hljómskálagarðinum að halda þessa hátíð, þegar kirsuberjatrén blómstra í Reykjavík.   

Tengsl Íslands og Japans hafa verið mikil og góð undanfarna áratugi. Enda báðar eyþjóðir á eldfjallaeyjum. Það eru mjög mikil viðskipti milli þjóðanna, og hafa verið í áratugi. Við seljum japönum sjávarfang í stórum stíl, og kaupum af þeim bifreiðar, og allskonar rafmagnstæki eins og sjónvörp, myndavélar, linsur og hljómtæki. 

Kirsuberjatré í blóma í Hljómskálagarðinum
Ungir og aldnir mættu í Hanami hittinginn
Japanskar kræsingar voru á boðstólnum….
eins og þessi japanski ljúffengi ostur
Japanskt kirsuberjatré í blóma í Hljómskálagarðinum

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 12/05/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0