Samkvæmt nýjustu tölum Ferðamálastofu, hefur ferðamönnum fjölgað um 103%, voru 1.9 milljónir á síðustu tólf mánuðum, frá apríl 2022 til mars 2023. Á þessum tíma hafa lang flestir komið frá Bandaríkjunum eða rétt tæp hálf milljón. Lang næst flestir komu frá Stóra-Bretlandi, eða 260 þúsund. Þjóðverjar eru þriðju, en hingað komu tæplega 140 þúsund, frá þessu fjölmennasta ríki Evrópu. Frakkar voru tæp hundrað þúsund, fimm þúsund fleiri en Pólverjar. Má búast við því að stór hluti þeirra, séu ekki ferðamenn, heldur fólk sem annaðhvort starfar hér, eða fær ættingja og vini í heimsókn. En rúmlega 25 þúsund pólverjar búa á Íslandi, en þeir eru rúmlega þriðjungur af þeim 66 þúsund innflytjendu sem búa á Íslandi. Þótt Bandaríkjamenn séu fjölmennastir ferðamanna, þá dvelja þeir skemur en aðrir ferðalangar, að meðaltali, 6,1 nótt. Þjóðverjar eyða lengstum tíma hér, tæplega tíu nóttum að meðaltali.
Icelandic Times / Land & Saga skrapp í bæinn, og hitti fríska ferðalanga í miðborginni
Reykjavík 22/05/2023 : A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson