Þjóðleikhúsið til vinstri, Hæstiréttur fjær

Háir og lágir

Það má segja að fáar götur á Íslandi eru eins fjölbreyttar í atvinnu- og mannlífi og Lindargatan í Skuggahverfi miðbæjar Reykjavíkur. Lindargatan byrjar við Arnarhól, og fyrstu húsin þegar beygt er inn þessa einstefnugötu er Hæstiréttur Íslands á hægri hönd, og Fjármálaráðuneytið á þá vinstri. Síðan er bakhlið Þjóðleikhússins, og Kassinn, leiksvið hússins handan götunar. Við hliðina á Kassanum er síðan Umhverfisráðuneytið. Þess á milli eru í götunni lítil gömul timburhús, leikskóli, og síðan ný háhýsi með dýrustu íbúðum á landsins. Gegn háhýsunum er stærsta athvarf landsins fyrir heimilislausa karlmenn í neyslu. Við enda götunnar við Vitatorg er síðan stærðarinnar elliheimili. Nafn götunnar er fyrst getið í manntali árið 1885, og dregur hún nafnið af Móakotslind, helsta vatnsbóli Skuggahverfisins sem stóð á horni Vatnsstígs og Lindargötu. Móakotslind var lokað árið 1907 eftir að upp komst um taugaveikifaraldur sem rekinn var til lindarinnar. Skuggahverfi dregur nafn sitt af tómthúsbýlinu Skugga, sem stóð við núverandi gatnamót Skúlagötu og Klapparstígs, býlið var reist 1802 og fór í eyði 1845, en eftir byggingu Skugga risu fleiri býli í grenndinni og var þyrpingingin, síðan hverfið kennt við Skugga.

Upphaf Lindargötu, Hæstiréttur til hægri, Fjármálaráðuneytið fjær
Ebenezerhús byggt 1914, gegnt Umhverfisráðuneytinu
Hátt og lágt
Hér endar Lindargatan við Vitatorg
Leikskólinn Lindarborg
Þetta hús þarfnast viðhalds
Á horni Lindargötu og Klapparstígs, horft í vestur
Á horni Lindargötu og Klapparstígs, horft í austur
Nýjasti hluti götunnar
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 26/06/2023 : A7C, RX1R II – FE 1.8/14mm GM, 2.0/35mm Z
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0