Gleðigangan, réttindaganga hinseginsfólks hefur verið gengin í Reykjavík síðan árið 2000. Alltaf annan laugardag í ágúst, sem lokahnikkur á hinsegin daga, þar sem er verið að benda á misfellur í því að vera hinsegin, öðruvísi í íslensku samfélagi. Í ár var metþáttaka í Gleðigöngunni enda besti dagur ársins í Reykjavík. Sól og tæplega tuttugu stiga hiti. Einstakt veður. Á þessum tæplega aldarfjórðungi sem Gleðigangan hefur verið gengið, hefur mjög margt færst í rétta átt í málefnum hinsegin fólks. En það eru nokkur skref eftir. Spurning hvort þau náist í næstu göngu. Icelandic Times / Land & Saga brá sér í bæinn, hér er myndir af gleðinni, án myndatexta, því þetta eru bara gleðileg augnablik…. hinsegin stemmingar.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 12/08/2023 : A7C, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z