Metró-hópurinn

Metró-hópurinn, hópur sérfræðinga innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands var myndaður 2. maí 2008. Honum er ætlað að skoða framtíðarlausnir í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins, einkum jarðlestir nefndar Metró. Markmið Metró-hópsins er að hægt verði að gera raunhæfa áætlun til frekari útfærslu og ákvarðanatöku um framkvæmdir á grundvelli þessarar frumkönnunar. Í metró-hópnum eru:

Birgir Jónsson

Dósent við umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Kennir m.a. verkfræðilega jarðfræði og mat á umhverfisáhrifum

 

Björn Kristinsson

Prófessor emeritus

Rafmagnsverkfræðingur

 

Björn Marteinsson

Dósent í Umhverfis- og byggingarverkfræði, sérfræðingur við Nýsköpunarmiðstöð

Kennir m.a. húsagerð, efnisfræði og húsbyggingartækni og heildarsýn

 

Sigurður Erlingsson

Prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Kennir m.a. jarðtækni, grundun og jarðgangagerð

 

Þorsteinn Þorsteinsson

Aðjúnkt og sérfræðingur við Verkfræðistofnun HÍ

Kennir m.a. hönnun samgöngumannvirkja

 

Upphaf Metróhópsins má rekja til vinnu fjögurra fræðimanna við Háskóla Íslands við umsögn um þingsályktunartillögu um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna árið 2007. (135 löggjafarþing, Þskj. 650, 402 mál. Í kjölfarið vaknaði áhugi hópsins á frekari rannsóknum á þessu sviði. Þess má geta að borgir á vesturlöndum með vel undir einni milljón íbúa eru farnar að skoða metró sem raunhæfan kost til að leysa umferðarvanda í þéttbýli.

Mat Metró-hópsins, sem stendur að þessum fyrstu innlendu skrefum í háskólarannsóknum á spor­bundnum almenningssamgöngum, er að fyllsta ástæða sé að flytja inn og afla nýrrar þekkingar á jarðlestum og almenningssamgöngum hér á landi. Metró – hópurinn er sannfærðum um að hægt sé að stunda slíkar rannsóknir við Háskóla Íslands og að hann sé kjörinn vettvangur til rannsókna á almenningssamgöngum, jarðlestum og orkumálum fólksflutninga. Þar sé hægt að ráða stúdenta og annað ungt fólk með framtíðarsýn til að vinna að áhugaverðum verkefnum sem tengjast þessum hugmyndum.

Author

  • Súsanna Svavarsdóttir

    Súsanna Svavarsdóttir has been working as a writer, journalist and a translator for 35 years. She has written for newspapers and magazines, worked in television and radio and her specialty is arts & culture, as well as tourism. Susanna has translated a vast number of books from English and Norwegian to Icelandic, and worked as a translator and language assessor for the aviation field in Iceland for a number of years. She writes in English as well as Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0