Siglufjörður fyrir 70 árum, möstur síldarbátanna fylla Siglufjörð (ljósmyndari óþekktur)

Siglufjörður er næst og næst

Siglufjörður, er einstakur bær. Eitt fallegasta bæjarstæði í lýðveldinu, næst nyrsti bær landsins á eftir Raufarhöfn. Fyrir rúmri hálfri öld var Siglufjörður næstum því næst stærsti bær landsins á eftir höfuðborginni, lungan úr árinu, þegar síldarvertíðin var um miðja síðustu öld. Þúsundir komu alls staðar að til að efnast. Margir gerðu það gott. Bær sem skapaði mikil verðmæti, og menningar páfa, en margir merkismenn eigu sínar rætur frá bænum. Í dag er öllu rólegra, en nú er Siglufjörður snotur bær með um 1200 íbúa,og hluti af Fjallabyggð, bæjarfélag sem nær yfir nyrsta odda Tröllaskaga. Siglufjörður óbyggður Héðinsfjörður og síðan Ólafsfjörður með um 750 íbúa eru hinir hlutar sveitarfélagsins. Siglufjörður státar af besta skíðasvæði landsins, næstbesta safn landsins, Síldarminjasafninu, og þriðja besta miðnætursólsetrinu á sumrin, á eftir Raufarhöfn og Þórshöfn austur í Norður-Þingeyjarsýslu. Frá höfuðborginni eru akkúrat 400 km til Siglufjarðar, og frá Akureyri einungis klukkutíma akstur, eftir vestanverðum Eyjafirði, í ekki næst besta, heldur lang besta fisk og franskar (fish and chips), í lýðveldinu. 

Siglufjörður í allri sinni dýrð
Siglufjarðarhöfn
Hafliði Guðmundsson við Þjóðlagasetrið
Miðbær Siglufjarðar
Síldarminjasafnið
Aðalgata á Siglufirði

Siglufjörður 26/01/2024 – A7RIV, RX1RII : FE 1.8/135mm GM. FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM –  Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0