Vegurinn upp í Bláfjöll, engin á ferð liggur í gegnum hraun sem rann um árið 1000

Reykjanes rumskar, Reykjavík næst?

Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum eru hættulega nálægt byggð. Eldvirknin er lotubundin og gengur yfir á um 800-1000 ára fresti og stendur þá yfir í nokkur hundruð ár.  Nú eru tæplega 800 ár frá síðustu gosum á Reykjanesskaganum og alveg ljóst að eldgosahrina sé farin á stað, það munu verða eldgos og það sennilega nokkuð mörg á skaganum næstu ár og áratugi.  Elstöðvarkerfið nær frá Hengilssvæðinu / Bláfjöllum austan við Reykjavík, og síðan vestur eftir öllum skaganum að Reykjanestá. Þessi gos eru ekki afkastamikil en þau eru mörg hver hraungos og geta eldsuppkomur orðið mjög nálægt byggð.  Sérstaklega verður að telja Grindavík, hluta Hafnarfjarðar og efstu byggðir Kópavogs og Reykjavíkur hættusvæði. Kristín Jónsdóttir fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að hún telur fulla ástæðu til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum eftir marga jarðskjálfta á svæðinu síðustu daga. Hraun frá svæðinu eigi greiða leið að höfuðborgarsvæðinu. Einn af okkar þekktustu jarðvísindamönnum, Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir mikilvægt að gera áætlanir um hvernig verði brugðist við ef það gýs nærri höfuðborgarsvæðinu. Hann segir í samtali við RÚV að jarðskjálftahrinan síðustu daga nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. Icelandic Times / Land & Saga fór í vetrarveðrinu upp í Bláfjöll og Heiðmörk. Það er ótrúlegt hve svæðin eru nálægt byggð, eins og Vallarherfið í Hafnarfirði sem við gerðum grein um í lok síðasta árs. 

Vatnsendahverfið í Kópavogi handan við Rauðhólana, sem mynduðust í gosi fyrir 5000 árum
Rauðhólarnir í dag
Takið eftir þökunum á íbúðarhúsunum, vinstra megin, í Norðlingaholti nýju hverfi í Reykjavík, byggt rétt vestan við Rauðhóla
Úfið hraun við Stóra-Kóngsfell sem rann um 950. Það er sú eldstöð sem skapar mesta hættu fyrir íbúa Reykjavíkur
Húsfellsbruni frá því um árið 1000
Vetrarfegurð rétt sunnan við Vífilsfell
Kort frá Nátturuvá á Íslandi. Eldstöðvakerfin á Reykjanesi bleik

Reykjavík 30/01/2024 – A7RIII, A7R IV : FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0