Súðavíkurhreppur er gríðarlega landmikill hreppur.

Súðavíkurhreppur er gríðarlega landmikill hreppur. Eina þéttbýlið er í Súðavík í Álftafirði þar sem búa um 200 manns, en annars nær hreppurinn frá botni Ísafjarðar við innanvert Ísafjarðardjúp (Djúpinu) og að Brúðarhamri í Álftafirði.

Til er ævagömul saga af Brúðarhamri en þar áttu gjafvaxta bóndadóttir og þræll að hafa elskast í hinsta sinn áður en þrællinn var veginn.
10Innan vébanda hreppsins eru hinsvegar margir firðir í Djúpinu og væntanlega fallegar sögur sem tilheyra hverjum og einum.  Þarna eru hálfur Ísafjörður, Mjóifjörður, Reykjarfjörður, Vatnsfjörður, Skötufjörður, Hestfjörður, Seyðisfjörður og Álftafjörður sem er þekktur fyrir einstaka náttúrufegurð. Inn af botni Álftafjarðar er einnig að finna fjölbreytt gróðurfar og dýralíf. Inn úr botni fjarðarins ganga tveir stuttir dalir, Hattardalur og Seljalandsdalur en úr þeim síðarnefnda má ganga yfir í bæði Önundarfjörð og Dýrafjörð.
1526082_10151860241611872_1281105355_nKirkjur má finna nokkrar, má nefna Súðavíkurkirkju, Ögurkirkju sem státar af altaristöflu málaðri 1889 af danska málaranum Anker Lund, – sem málaði ma. líka altaristöflu Sauðárkrókskirkju, Vatnsfjarðarkirkju og loks Eyrarkirkju í Seyðisfirði.  Í kirkjugólfi Eyrarkirkju er hleri sem hægt er að opna og finna undir legstein með ártali frá því um árið 1600.

Frá Súðavíkurhrepp er stutt til margra áhugaverðra staða á Vestfjörðum. Ísafjörður, höfuðstaður Vestfjarða er aðeins í 20 km fjarlægð og má þaðan fara til dæmis yfir á Hornstrandir eða heimsækja  nálæga kaupstaði eða eyjur. Eyjur  á Ísafjarðardjúpi eru Æðey, Vigur og Borgarey sem er minnst og innst.
OLYMPUS DIGITAL CAMERAÍ Borgarey er bæði æðarvarp og mikil lundabyggð en takmarkaður aðgangur að ferskvatni hamlar byggð þar. Æðey, gróin og láglend dregur nafn sitt af góðu æðarvarpi sem þar er að finna. Í Æðey var eitt sinn kirkja og síðar bænhús. Hún tilheyrir í dag Unaðsdalssókn en tilheyrði áður Snæfjallasókn og var þjónað þaðan. Í eynni er góð lending en alla þriðjudaga og föstudaga eru ferðir þangað frá Ísafirði. Þar hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1946.

Eyjuna Vigur (sem dregur nafn sitt af af spjótlaga lögun sinni) er einnig hægt að heimsækja og tekur sigling frá Ísafirði rúman hálftíma. Þess má geta að elsta byggingin í Vigur er vindmylla byggð um 1840 , nú í vörslu Þjóðminjasafns Íslands oog er hún sú eina sem enn er uppistandandi á Íslandi.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0