Loftskeytastöðin við Suðurgötu. Fjær er Veröld - Hús Vigdísar

Vigdís, ljáðu mér vængi

Þann 29.júní 1980 gerðist heimssögulegur viðburður á Íslandi. Vigdís Finnbogadóttir (1930) varð fyrsta konan í heiminum til að verða kjörin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum, ógift kona, og einstæð móðir. Vigdís var endurkjörin þrisvar sinnum, sat sem forseti í fjögur kjörtímabil, frá 1980 til 1996. Vigdís lagði stund á frönsku, leikhúsfræði og heimspeki enda lagði Vigdís áherslu á tungumál, náttúruvernd, heimsfrið og aukið jafnrétti bæði í forsetatíð sinni, eins eftir að hún settist í helgan stein. Árið 1999 var Vigdís Finnbogadóttir útnefnd velgjörðarsendiherra UNESCO, í tungumálum. Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar við Háskóla Íslands hefur frá árinu 2017 starfað undir merkjum UNESCO. Sýningin, sem var að opna, Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur, er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Vigdísarstofnunar. Sýningarstjóri er Sigrún Alba Sigurðardóttir, og er sýningin hönnuð af Studio Studio og er staðsett í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Húsi sem var byggt árið 1915 og stendur við hlið Veraldar, húsi Vigdísar, einu af húsum Háskóla Íslands, og sem var tilnefnt til Evrópsku byggingarlistaverðlaunanna 2019. Húsið er hannað af arkitektur.is

Frá sýningunni, Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur
Frá sýningunni, Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur
Frá sýningunni, Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur
Frá sýningunni, Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur
Frá sýningunni, Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur

Reykjavík 18/03/2024 : A7R IV, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0