Það eru framkvæmdir í Bláa lóninu, þrátt fyrir eldgos og jarðskjálfta. Nú er verið að betrumbæta gufuböðin.

Jæja…

Auðvitað fer að gjósa í og við Grindavík fljótlega. Það segja okkar færustu vísindamenn. Hvenær? Jafnvel í nótt, á morgun, eða eftir viku, vikur. Engin veit. En Icelandic Times / Land & Saga tók hring um Reykjanesið. Grindavík þessi fjögur þúsund manna bær, er í Þyrnirósarsvefni. Flestir farnir, tómar götur, þó smá líf við höfnina. Annarsstaðar eins og við Kleifarvatn var fjöldi á ferð, upplifa náttúruna, gos svo fjarlægt. Í Bláa lóninu þar sem land rís, og næsta gos í bakgarðinum, gekk allt sinn vanagang, níu hundruð manns höfðu pantað sér baðferð í lónið í dag, rúmlega þúsund færri en á sama degi fyrir ári. Enda eru ferðamenn upplýstir að það getur byrjað gos, í eða við Svartsengi þar sem Bláa lónið er staðsett, hvenær sem er. Jæja… eldstöðin er komin á tíma.

Horft að Jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi, yfir Bláa lónið
Varnargarður hringar hús í Grindavík
Tómar götur, tóm hús, lokuð bensínstöð, ekki í mynd í Grindavík
Kleifarvatn
Horft í austur yfir Kleifarvatn, Grindavík, gossvæðið í vesturátt
Jarðvísindanemar frá Saskatchewan í göngutúr við Kleifarvatn
Einmanna ferðamaður í Seltúni á Reykjanesi
Franskir ferðamenn að skoða Reykjanes
Í Seltúni

Reykjanes 14/05/2024 : A7R IV, A7CR- FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0