Bolungarvík með Traðarhorn og Bolafjall í bakgrunni

Bolungarvík í 1184 ár

Það var árið 940 sem landnámskonan Þuríður sundafyllir nam alla Bolungarvík og Skálavík vestur á fjörðum. Þjóðólfur bróðir hennar kom skömmu síðar frá Noregi, og gaf Þuríður honum það land sem hann myndi ná að girða á landsvæðinu á einum degi. Hann náði að girða Hlíðardal og hálfan Tungudal. Síðan deildu systkininn um hver ætti Tungudal. Óskuðu þau hvort öðru alls hins versta. Þjóðólfur óskaði þess að systir sín væri alltaf í roki, meðan Þuríður óskaði þess að sem flestir fuglar mundu drita á bróðir sinn. Nú meira en þúsund árum síðar, búa þúsunds manns í þessum bæ, þeim nyrsta á Vestfjörðum, við mynni Ísafjarðardjúps. Frá landnámi hefur verið öflug byggð, bygð á sjávarútvegi í Bolungarvík, enda stutt á fengsæl fiskimið. Það eru fáir, ef nokkur staður á Íslandi með eins öfluga smábátaútgerð. Enda er einstaklega lifandi og skemmtilegt að koma þar niður á höfn, eða skreppa í Ósvör, gamla verstöð rétt austan við bæinn. Eða fara í Skálavík, eyðivík rétt vestan við bæinn, fara í sund, en ein besta sundlaug Vestfjarða er í Bolungarvík. Nú eða keyra / ganga upp á Bolafjall og horfa inn og Djúpið og næstum því til Grænlands. En til Grænlands er mun styttra en aka til Reykjavíkur, sem tekur þó ekki nema tæpa sex tíma. Bolungarvík komst í alvöru vegasamband við Ísland, síðastur stærri bæja landsins, rúmlega þúsund árum eftir að Þuríður settist þar að. 

Gil í Syðridal, Heiðnafjall í bakgrunni
Höfnin í Bolungarvík, Óshyrna í bakgrunni
Fallegur foss í Gilsá, Syðridal, Miðdegisskál í bakgrunni
Meiribakki Skálavík
Tveir ferðamenn í fjörunni í Skálavík, Öskubakur í bakgrunni
Fallegur sumarbústaður í Skálavík
Við Ós, Bolungarvík í bakgrunni
Strætó, ekki í leið, Bolungarvík

Bolungarvík 27/07/2024 : A7RIV, A7C R – FE 2.8/100mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0