Silfurtorg, Ísafirði

Ísafjörður (myndasería) 

Ísafjörður í Skutulsfirði, höfuðstaður Vestfjarða er einstakur bær. Bjartur á sumrin, koldimmur á veturna. Þarna búa tæplega þrjú þúsund manns, af þeim áttaþúsund sem byggja alla Vestfirðina. Í Ísafjarðarkaupstað, sem varð til 1996, þegar Flateyri, Þingeyri og Suðureyri og strjálbýlið í Önundarfirði, Súgandafirði, og Dýrafirði sameinustust Ísafirði, og til varð sveitarfélag þar sem rúmlega helmingur Vestfirðinga á heima. Árið 1900 var Ísafjörður næst stærsti bær landsins, þá bjuggu þar rúmlega tólfhundruð manns, enda var þar stærsta saltfiskvinnsla landsins, en þá var saltfiskur stærsta útflutningsvara Íslands. Það má sjá þegar gengið er um bæinn. Stór falleg hús, byggð fyrir meira en hundrað árum síðan. Icelandic Times / Land & Saga átti leið um höfuðstaðinn, og naut þess að festa á filmu, bæ sem er svo einstaklega fallegur. Sérstaklega á sumrin. Það er stutt til Ísafjarðar frá Reykjavík. Hálftími í flugi, og aðeins tæplega fimm tímar í bíl. 

Edinborgarhúsið á Ísafirði, byggt 1907, þar er allt til alls, Markaðsstofa Vestfjarða, Bistro og tónleikasalur og fleira
Ísafjarðarhöfn
Við Hafnargötu, gistihús næst, ísafjarðarkirkja fjær
Kerecis, heimavöllur Vestra, sem spilar í efstu deild. Einn besti völlur landsins hjá einu af bestu knattspyrnuliðum lýðveldisins
Aðalstræti
Neðstikaupstaður, Byggðasafn Vestfjarða
Hafnargata
Við Smiðjustíg
Þvergata
Tekur aðeins tíu mínútur úr miðbænum að fara upp að þessum fallega fossi í Tungudal
Það eru fáir bæir sem hafa eins heillega eldri bæjarmynd, eins og Eyri í Skutulsfirði á Ísafirði
Við tjaldstæðið í Tungudal
Eyrin á Ísafirði
Silfurgata

Ísafjörður 29/07/2024 : RX1R II, A7C R, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100m GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson