Þjóðvegur 85 hlykkjast um Norður-Þingeyjarsýslu, hér Skinnastaður í Öxarfirði, en kirkjan var byggð 1854

Norður í norðursýslunni

Ef ég ætti að velja eina sýslu, eitt landsvæði sem er fallegast á Íslandi, myndi ég auðvitað velja Norður-Þingeyjarsýslu, á norðausturhorninu. Hún hefur allt, nema mannlíf. Sýslan er stór og strjálbyggð. Frá Tjörnesi, eftir vegi 85, eru um 150km / 90mi, í Bakkafjörð, íbúatalan nær ekki 750 manns. Þarna býr í dag semsagt um 0,2% þjóðarinnar við ysta haf. Hraunhafnartangi á Melrakkasléttu er nyrsti oddi landsins, tangi sem kyssir Norðurheimskautsbauginn, rétt norðan við Raufarhöfn, nyrsta þorp landsins. En það eru óteljandi náttúruperlur í Norður-Þingeyjarsýslu. Þarna er Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum, kraftmesti foss Evrópu. Ásbyrgi einstök náttúruperla, en báðir þessir staðir eru í Vatnajökulsþjóðgarði, stærsta þjóðgarði landsins. Síðan er það Melrakkasléttan, nyrsti hluti landsins, einstaklega sérstakt svæði, eins og Langanes, sem eins og Melrakkasléttan, er að mestu komin í eyði, en í staðin eru þarna hundruð þúsunda fugla sem verpa þarna í miðnætursólinni sem hvergi er fegurri en einmitt þarna. Á veturnar eru það norðurljósin sem lýsa upp himininn, en vegna fámennisins er þarna nær engin ljósmengun. Tekið skal fram að þetta er ekki hlutlaus grein, greinarhöfundur / ljósmyndarinn er fæddur í Öxarfjarðarhreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. Samt er þetta allt saman satt og rétt.

Tveir regnbogar norður á Melrakkasléttu í miðnæturbirtu
Súlubyggðin á klettinum Karli, um miðnætti á Langanesi
Dettifoss aflmesti foss Evrópu
Ásbyrgi er einstakur staður á heimsvísu
Vellir í Viðarvík í Þistilfirði
Costa del Valþjófsstaðir norður á Melrakkasléttu

Norður-Þingeyjarsýsla 08/08/2024 : RX1R II,  A7R IV, A7R III – 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100m GM, FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM  – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0