Björn Jörundur í Hljómskálagarðinum

Menningarnætur myndir

Menningarnótt er afmælis og menningarhátíð Reykjavíkur, haldin árlega í næstum þrjátíu ár, á þeim laugardegi sem er næstur 18. ágúst afmælisdegi höfuðborgarinnar. Hátíðin er hápunktur sumarsins, þar sem hundruðir viðburða, og hundrað þúsund manns leggja leið sína í miðborg Reykjavíkur. Icelandic Times / Land & Saga fór auðvitað í bæinn, til að gleðjast með ferða- og landsmönnum sem nutu kaldrar veðurblíðunnar. Hlustuðu á bestu tónlistarmenn og heimsóttu safn, sali og bari sem voru opnir langt fram á kvöld. Menningarnótt líkur, eins og alltaf með flugeldasýningu klukkan 23:00. Sjáumst að ári. 

Dansað við fjarlægja tóna í Bergstaðastræti
Bankastræti klukkan tuttuguogeitt
Bækur til gefins við Baldursgötu
Engin vettlingatök í Austurstræti
Ná stemmingunni við Lækjartorg
Stemming á Arnarhóli
GDRN á Arnarhóli, frábær tónlistarmaður
Hundrað þúsund í bænum, hér brotabrot á Arnarhóli
Ragga Gísla og Stuðlabandið í Hljómskálagarðinum
Hljómskálagarðurinn
Lok Menningarnætu, við Reykjavíkurtjörn

Reykjavík 24/08/2024 : A7C R – FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

  • Shopping cart0
    There are no products in the cart!
    Continue shopping
    0