Ljósmyndari við brúnna yfir Jökulsá á Breiðamerkusandi, á Hringvegi 1, Austur-Skaftafellssýslu

Hálka & skafrenningur 

Líklega eru góð vetrardekk það sem skiptir mestu máli þegar ferðast er um Ísland að vetri til. Þrátt fyrir að dagar séu stuttir, er það mjög gefandi að ferðast um Ísland á þessum árstíma. Fjöllin og firðirnir hafa annað útlit, og bæir og byggðakjarnar eru svo einmanna í þessari litlausu náttúru. Vegagerðin hefur góða heimasíðu, umferdin.is á ensku og íslensku þar sem hægt er í rauntíma sjá hvernig færðin er hringinn í kringum landið. Nú í lok nóvember er greiðfært tæplega 100 km / 60 mi vestur og norður í Borgarnes, eftir Hringvegi 1. Ef haldið er suður og austur eftir hringveginum er þokkalegasta færð í 500 km / 360 mi, austur á Djúpavog. Austurland, Norðurland, Vestfirðir og meginhluti vesturlands, er varhugaverður. það er hálka og skafrenningur, snjókoma, næstu daga. Þá er bara drífa sig, og njóta ferðalagsins á góðum dekkjum.

Horft niður Mikladal, á Petreksfjörð, Vestur-Barðastrandarsýslu
Í Vopnafirði, Norður-Múlasýslu
Það getur líka verið ófært í Reykjavík, hér er Njálsgatan í miðri höfuðborginni einungis fær stærri bifreiðum
Sérðu bílinn á Hringvegi 1 á Möðrudalsöræfum í Norður-Múlasýslu
Flughált í Hólmavík, vestur og norður í Strandasýslu
Hringvegur 1 við Grímsstaði á Fjöllum, Norður-Þingeyjarsýslu

Ísland 20/11/2024 :  RX1R II,  A7R IV, A7R III – 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0