Hreindýr, búa hringin í kringum norðurheimskautsbauginn, og eru tamin frá norður Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og allt austur í Síberíu. Í Ameríku frá Alaska til Grænlands eru þau hjarðdýr sem maðurinn hefur ekki beislað eins og hér á Íslandi þar sem þau lifa frjáls upp til fjalla, aðallega í námunda við Snæfell.. Hingað koma þau seint, tamin hreindýr frá Finnmörku í norður Noregi á árunum 1771 til 1787, og þá í flesta landshluta, Reykjanes, Suðurland, til Austur og Norðurlands og jafn til Vestmanneyja. Ekki tókst okkur að temja dýrinn, þrátt fyrir að Samar hefðu fylgt dýrunum til að kenna okkur hreindýrabúskap. Hóparnir dóu allir út, nema sá sem fluttur var til Vopnafjarðar. Hefur hann dafnað vel, og unir vel sér á öllum eystri helmingi landsins, frá Langanesi og allað leið suður í Suðursveit. Stofnstærðin í dag er um 7000 dýr að sumarlagi, og hefur aldrei verið stærri. Allt afkomendur 35 dýra sem komu til Vopnafjarðar sumarið 1787 norðan frá Finnmörku.
Austurland 19/12/2024 : A7R III – FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/55mm ZA
Myndir og texti: Páll Stefánsson