Þistilfjörður - Austurland

Ísland stækkar

Í aldarfjórðung hefur Ísland barist fyrir yfirráðum á Reykjaneshrygg utan 200 mílna lögsögu landsins. Í síðustu viku komst landgrunnsnefnd Sameinuðu Þjóðanna að þeirri hagfelldu niðurstöðu að Íslensk yfirráð nái 570 mílur suður eftir Reykjaneshrygg. Stækkar efnahagslögsagan úr 758 þúsund ferkm. í rétt yfir milljón ferkm. stækkun um fjórðung. Lögsagan sem Ísland ræður yfir er því nú tíu sinnum stærri en landið sjálft, sem er 100 þús ferkm. Ekki er ljóst hvaða auðlindir eru þarna, en mikil eldvirkni er á svæðinu, og fágæt jarðefni sem gætu nýst komandi kynslóðum með nýrri tækni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að þetta væru gleðitíðindi fyrir Ísland, niðurstaða sem tryggir að nýting og verndun auðlinda svæðisins yrði á forræði Íslands, og engra annarra. 
Héraðsflói
Heimaey
Rauðanes, Langanes í Bakgrunni
Arnarfjörður
Bátur við veiðar við Vestmannaeyjar
Suðurströndin
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 24/03/2025 – A7C R, A7R IV, RX1R II : FE 2.8/100mm GM, FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z