Íslendingar taka kristna trú á Alþingi á Þingvöllum árið þúsund. Eftir 550 ár, árið 1550 tökum við upp Lútherska sið, en Kristján III konur Danmerkur kom þeim siði að í Danmörku, Færeyjum og Noregi árið 1536. Eignir kirkjunnar færðust við siðaskiptin til konungs. Nú 475 árum síðar er Lútherskan lang stærsta kirkjudeild á Íslandi. Í dag eru vel yfir þrjúhundruð Lútherskar kirkjur hringinn í kringum landið. Hvert þorp, hver hreppur, og síðan bæir og borg, hafa sína kirkju. Þær eru ólíkar, en gefa góða innsýn í söguna, og byggingarsögu landsins. Hér eru nokkrar kirkjur á Reykjanesi, en á þessu nesi, á sunnan og vestanverðu Íslandi búa rétt rúmlega þrjátíu þúsund manns, rétt rúmlega 7% landsmanna.








Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 05/04/2025 – A7R IV, A7C R : FE 1.8/135mm GM, FE 2.4/40mm G, FE 1.4/24mm GM