Það tekur ekki nema rétt rúman klukkutíma að keyra frá Reykjavík og norður og vestur í Borgarnes, höfuðstað Borgarfjarðarhéraðs. Það eru ótal staðir í héraðinu til að skoða, fara vestur á Mýrar, inn í Hvítársíðu, ganga um Skarðsheiðina, eða kíkt inn í Hítardal, en hugsanlegan gæti næsta eldgos á Íslandi orðið þar fyrir ofan. Undanfarnar vikur hafa jarðskjálftahrinur verið við Grjótárvatn, rétt norðan við dalinn í Ljósufjallakerfinu, sem gaus síðast fyrir þúsund árum. Ljósufjallakerfið, nær frá Snæfellsnesi og austur að Grábrók, og hafa ríflega tuttugu eldgos verið í Ljósfjallakerfinu eftir að ísöld lauk, fyrir 9000 árum. Icelandic Times / Land & Saga skrapp upp í Borgarfjörð, til að njóta víðáttunnar og fegurðarinnar á svæðinu.







11/05/2025 – A7C, RX1R II : FE 1.8/100mm GM, 2.0/35mm Z