Frá byggingu Kárahnjúkavirkjunar, stærstu á landinu árið 2006

Á verður fljót

Í upphafi síðustu aldar hefst rafvæðing á Íslandi. Fyrsta vatnsaflsstöðin er reist í Hafnarfirði árið 1904 af Helga M. Sigurðssyni trésmíðameistara, sem lýsti upp hálfan bæinn í byrjun. Næsta bæjarfélag til að rafvæðast var Eskifjörður en Ljósá í firðinum var virkjuð árið 1911. Fyrsta stóra vatnsaflsvirkjun á landinu er reist í Elliðaá í Reykjavík árin 1919 til 1921 þegar höfuðborgin er rafvædd. Næsti kafli rafvæðingar er rétt fyrir seinna stríð, þegar stórar virkjanir eru reistar í Soginu við Þingvallavatn og í Laxárdal á norðausturlandi til að rafvæða allt landið. Þriðji og síðasti kaflinn í sögu raforkuframleiðslu hefst 1965, þegar Landsvirkjun er stofnuð til að setja upp stórvirkjanir til að selja orku til stóriðju. Fyrsta stóra virkjunin, Búrfellsvirkjun í Þjórsá er gangsett árið 1972. Hún er nú önnur stærsta vatnsaflsvirkjun landsins, framleiðir 270 MW. Kárahnjúkavirkjun í Jökulsá á Dal, fyrir austan er lang stærst, framleiðir 690 MW. Þriðja stærsta virkjunin er Hrauneyjafoss í Þjórsá með 210 MW,  Blönduvirkjun í Blöndu er í fjórða og fimmta sæti með Hrauneyjarfossstöð í Þjórsá, en báðar eru þær 150 MW að stærð. Þjórsá á Suðurlandi er sú á þar sem mest af rafmagni er framleitt, meðan vatnsmesta og orkumesta á landsins, Jökulsá á Fjöllum er óbeisluð. Enda rennur hún úr Vatnajökli í Öxarfjörð að mestum hluta í Vatnajökulsþjóðgarði. 

Þjórsá við Hofsjökul
Háspennumöstur Þjórsárdal
Hafragilsfoss í Jökulsá á Fjöllum
Laxárvirkjun

Ísland 25/02/2024 : RX1RII, A7RIII :
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson