Beðið eftir kaupendum

Ís, ylur og blómahaf í Hveragerði

Frá Reykjavík og austur eftir Hringvegi 1, er Hveragerði fyrsti bærinn sem komið er til, eftir að hafa ekið yfir Hellisheiðina. Bærinn er í 40 km / 24 mi fjarlægð frá höfuðborginni. Bærinn er ungur, og er samofin ylrækt og notkun á heitu vatni. Íbúar voru rétt tæplega eitt hundrað árið 1940, en orðnir um 400 árið 1946 þegar bærinn er stofnaður. Í dag búa rétt rúmlega 3.300 íbúar í Hveragerði. Ylrækt hófst í Hveragerði árið 1940, er enn einn af höfuðatvinnugreinum bæjarins, auk ísgerðar en stærsta iðnfyrirtækið í bænum er Kjörís. Ferðaþjónusta er einnig mjög öflug, og heilsutengd þjónusta, en Náttúrulæknafélag Íslands hefur rekið stórt heilsuhæli í Hveragerði síðan 1955. Í Hveragerði er ein af bestu og stærstu sundlaugum landsins, í Laugaskarði. Fyrsti áfangi laugarinnar var opnaður 1938, og laugin var kláruð árið 1945, og var laugin lang stærsta sundlaug landsins um áratuga skeið. Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar er haldin 15-18 ágúst í ár, enda festist nafnið Blómabærinn við Hveragerði fyrir um hálfri öld. 

Þetta á að fara í Reykvískan garð
Fjöldi gróðurhúsa setur svip sinn á Hveragerði
Blómahaf í Hveragerði
Horft yfir suðurland úr Kömbunum, Hveragerði fremst, Selfoss í fjarska
Sundlaugin Laugarskarði

Hveragerði 06/05/2024 : A7C R, A7R IV –  FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson