Erindrekar

Uppspretta, erindrekar & samfellur í dún

Í Ásmundarsal eru þrjár gerólíkar sýningar, sem eru hluti af Hönnunarmars. Í Gryfjunni er sýningin 1+1+1 Uppspretta, þar sem þrjú hönnunarhús, Hugdetta (IS), Petra Lilja (SE) og Aalto+Aalto (FI) skoða, og sýna hversdagslega hluti sem eru endurhugsaðir, hannaðir á nýstárlegan hátt. Verkefni sem hefur staðið í níu ár. Pétur Geir Magnússon (f:1994) er með sýninguna Samfellur / Continuum á fyrstu hæðinni. Listamaðurinn fer í leiðangur milli málverks og skúlptúrs, og úr verður góð blanda, enda er hann að takast á við stærsta verkefnið, að vera nýbakaður faðir. Upp í aðal sýningarsalnum er síðan sýningin  Erindrekar, verk Seyðfirsku æðarbændanna, Írisar Indriðadóttur og Signýjar Jónsdóttur, sem stunda æðarrækt á Skálanesi við Seyðisfjörð ásamt Sigrúnu Ólafsdóttur og Pétri Jónssyni. Á sýningunni fá gestir að hitta þrjár fuglahræður sem klæðast fötum Sigmundar Páls Freysteinssonar fatahönnuðar úr annars flokks æðardúni, plús fjölda upplýsinga um dún og ekki dún. Fínar sýningar. 

Ásmundarsalur við Freyjugötu í Reykjavík
Erindrekar
Erindrekar
Uppspretta
Samfellur
Erindrekar

Reykjavík 04/05/2024 : A7C R, A7R IV –  FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson