Sólsetur í Reykjavík

Bjart framundan

Aldrei hefur ferðaþjónusta verið eins stór í íslensku hagkerfi eins og núna. Í greininni störfuðu á síðasta ári  tæplega 23 þúsund manns, sem skiluðu 31 milljón vinnustunda samkvæmt Hagstofu Íslands. Það eru 9,7% heildarvinnustunda á landinu. Hlutur ferðaþjónustu nam 8,8% af landsframleiðslu á síðasta ári, sem er met. Stærstur er hlutur gistiþjónustu eða 122 milljarðar, næst kemur farþegaflutningar 108 milljarðar og í þriðja sæti er veitingaþjónusta með 63 milljarða. Útgjöld erlendra ferðamanna á Íslandi á síðasta ári voru 503 milljarðar. Árið í ár byrjar vel, stefnir í að metið verði bætt. Það er semsagt bjart framundan í íslenskri ferðaþjónustu. 

Landið skoðað
Hjólað yfir Kjöl
Við Seljalandsfoss
Í Bláa lóninu
Lesið sér til um land og þjóð á tjaldstæðinu á Skagaströnd

Ísland 07/05/2024 : A7C R, A7R IV –  FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson