Eini kútter landsins, Sigurfari á Byggðasafninu í Görðum

Akranes, höfuðstaður vesturlands

Níundi fjölmennasti bær landsins er Akranes, með rúmlega átta þúsund íbúa. Bærinn er í sjónlínu beint norður af Reykjavík, yfir Kollafjörð / Faxaflóa. Það tekur ekki nema 45 mín að skreppa þangað frá höfuðborginni, í gegnum Hvalfjarðargöngin sem opnuð voru 1998. Enda eru margir íbúar bæjarins sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið. Akranes er að mörgu leyti fallegur og sérstakur bær, þar sem ferðaþjónusta er ekki í fyrsta sæti þrátt fyrir náttúru, sérstakan miðbæ og einstaklega fallegar strandlengjur. Akranes er fyrst og fremst fiskvinnslu og iðnaðarbær, líka þekktur fyrir ÍA knattspyrnufélagið sem hefur verið í fremstu röð í landinu síðan knattspyrna nam land á Íslandi. Þéttbýli byrjar að myndast á Skipaskaga, vestasta hluta Akranes um þar síðustu aldamót, vegna góðrar náttúrlegar hafnar, og stutt á miðin. Síðan hefur bænum vaxið fiskur um hrygg, orðin einn af stærstu bæjum landsins. Icelandic Times / Land & Saga lagði land undir fót, hér kemur myndasyrpa frá þessum fallega bæ sem býður uppá svo margt, meðalannars bestu baðströnd landsins á Langasandi. 

Frá miðbæ Akranes, síló Sementsveksmiðjunnarinnar í bakgrunni
Vinarbæir Akranes
Smábátahöfnin á Akranesi
Akraneskirkja vígð árið 1896, en einungis sex prestar hafa þjónað kirkjunni síðan
Leikskólabörn á Langasandi, Reykjavík í bakgrunni
Baðstaðurinn Guðlaug við Langasand
Frá Akraneshöfn
Akranesvitarnir, sá sem er fjær er byggður 1918, sá stóri er byggður árið 1947
Akrafjall í baksýn
Höfrungur smíðaður á Akranesi árið 1955, nú í fjörunni heima, bíður betri tíma
Byggðasafnið í Görðum

Ísland 07/05/2024 : A7C R, A7R IV –  FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson