Reykjavík nú og þá

45.00

Hamraborgin há og fjögur
Sjónum beint að sjónum
Eina basilikan í norður evrópu
Eldgos vð Skjaldbreið?
Garðhús og greifynjan

Description

Saga Reykjavíkur er heillandi líkt og fram kemur í þessum aldarspegli. Ævintýrið hófst í Kvosinni með landnámsbænum. Aðalstræti er fyrsta gata Reykjavíkur, upp af henni Grótaþorpið og til vesturs auðvitað Vesturbærinn. Til austurs Hafnarstræti og Austurstræti með ys og læti, þá Lækjarstræti við lækinn sem ekki lengur sést, Bernhöftstorfan og Menntaskólinn. Tugthús varð stjórnarráð, hegningarhús með fanga á neðri hæð og Landsrétt á efri hæð reis á 19. öld þar sem bæjarstjórn fundaði í þrjá áratugi og svo kom sjálft Alþingishúsið og Þingholtin. Frelsisþrá þjóðarinnar fann sér útrás með sjávarútveg í hendur landsmanna, Reykjavíkurhöfn markaði þáttaskil. Bær varð borg.

Víkurkirkja hafði risið í Kvosinni á þriðja áratug 17. aldar, þá Dómkirkjan, Basilika Krists á Landakoti snemma á 20. öld og Hallgrímskirkja var 40 ár í byggingu. Lindargata dregur nafn sitt af Móakotslind þar sem háir og lágir bjuggu í Skuggahverfi. Elliðaárvirkjun var tekin í notkun snemma á 20. öld, hitaveita í Austurbæjarskóla, hitaveitustokkur úr Mosfellssveit. Útrásin var til austurs sem sem lesa má í þessari einstöku bók með nærfellt 450 myndum og ótal sögum.

Þakkir fá Borgarsögusafn,Þjóðminjasafn og Faxaflóahafnir.Einnig Páll Stefánsson ljósmyndari fyrir texta og ljósmyndir um götur og hverfi, svo og Friðþjófur Helgason fyrir að hafa lagt gjörva hönd á plóginn.

Einar Þ. Þorsteinsson.
Útgefandi og ritstjóri.

Additional information

Weight 0.6 kg