
LXXX nemendur sýna
Á vorin, koma farfuglarnir til landsins, og nemendur Listaháskóla Íslands halda sína útskriftarsýningu. Þessi árlega sýning er einn af hápunktum í menningaralmanaki landsmanna. Í ár er samsýningin Allt innifalið // All inclusive í Listasafni Reykjavíkur / Hafnarhúsi, og þar sýnina tæplega áttatíu nemendur í myndlist, hönnun og arkitektúr útskriftarverkefni sín. Þarna má sjá bæði kjól á striga og kjól á gínu, gestaþrautir, handblásna glervasa, og bæði letur og híbýli framtíðarinnar. Listaháskóli Íslands er einstakur á heimsvísu, þar sem námsframboð er afar fjölbreytt, með hlutfallslega fáa nemendur. Þetta er skóli allra listgreina, sem ber sig gjarna saman við bestu listaskóla í nágrannalöndunum, skóla sem þykja skara framúr á sviðum kennslu og lista.






