Skagafjörðurinn

Skagafjörður er einstaklega falleg sýsla / sveitarfélag, fjörðurinn og byggðin. Fjörðurinn er frá Húnsnesi á Skaga að Straumnesi í Fljótum, sunnan Siglufjarðar, á vestanverðu norðurlandi. Sagan þarna fyrir norðan mótaðist mjög af áhrifum frá biskupssetrinu á Hólum í Hjaltadal, auk þess voru stórbýli höfðingja um aldir í Skagafirði, eins og á Reynistað, Flugumýri, Ási á Hegranesi og í Glaumbæ. Þar bjó Guðríður Þorbjarnardóttir landkönnuður, fædd um 975, en hún fór ekki bara til Grænlands, og núverandi Kanada og Bandaríkjanna, þar sem hún fæddi son sinn Snorra Þorfinnsson, heldur gekk hún suður alla Evrópu til að heimsækja sjálfan Páfan í Rómaborg. Í dag er Skagafjörður eitt öflugasta landbúnaðar- og sjávarútvegs hérað landsins, þar sem sauðfé, nautgripir og auðvitað íslenski hesturinn leika aðalhlutverk. Skagafjörðurinn er um 40 km langur og 30 km breiður, og í botni fjarðarins að vestanverðu er höfuðstaður byggðarinnar Sauðárkrókur. Þar býr vel yfir helming íbúa sveitarfélagsins sem telur 4090 manns, og hefur fjölgað um sex frá því í fyrra. Icelandic Times / Land & Saga skrapp norður, því haustið, já og veturinn er og getur verið einstaklega fallegur í Skagafirði.

 

Blómaskrúð í miðbæ Sauðárkróks í lok september

Nokkrar eyjar og sker eru í Skagafirði, þekktust er Drangey sem er ofarlega til vinstri, til hægri er Þórðarhöfði

Hestar og haustlitir, í Laxárdal

Gengið að Fjalli í Hjaltadal

Kirkjan á Hvammi undir Tindastól

Toppurinn á Mælifelli í haustbirtu septembermánaðar

Skagafjörður : 24/09/2022 : A7R IV, A7C, A7R III – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135 GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson