Samaris og Vök á tónleikum Kex og Kíton

Áttundu tónleikarnir í tónleikaröðinni KEX+KÍTÓN í samstarfi við Arion banka verða haldnir á KEX Hostel 21. desember næstkomandi þar sem fram koma hljómsveitirnar Samaris og Vök.  Hægt verður að horfa á beint streymi af tónleikunum í gegnum Facebook-síðu Arion banka.

Hljómsveitin Samaris var stofnuð árið 2011 af þeim Áslaugu Magnúsdóttur, klarinettleikara, Jófríði Ákadóttur söngkonu og Þórði Kára Steinþórssyni raftónlistarmanni. Sama ár tóku þau þátt í Músíktilraunum og báru sigur úr býtum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, þau gerðu samning við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian, hafa ferðast víða um heiminn gefið út 3 plötur. Sú síðasta kom út núna í sumar og ber heitið Black Lights. Gerð plötunnar spannar yfir heilt ár og dregur innblástur sinn frá stanslausu flakki, ástum, örlögum og lífsreynslu hljómsveitarmeðlima yfir þetta tímabil. Platan er kraftmeiri og bjartari en annað sem sveitin hefur sent frá sér og auk þess hennar fyrsta útgáfa á ensku.icelandic-times-kex-samaris-2Vök vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Músíktilraunir árið 2013. Hljómsveitin spilar draumkennda, elektróníska popptónlist með indie áhrifum. Seyðandi rödd söngkonunnar Margrétar Ránar Magnúsdóttur er fyrirferðarmikil í hljómi Vakar auk þess sem fjarlægur saxófónleikur Andra Más Enokssonar spilar stóran þátt. Auk þeirra eru í hljómsveitinni þeir Ólafur Alexander Ólafsson (Gítar, Bassi) og Einar Hrafn Stefánsson (Trommur, Slagverk). Vök hefur gefið út tvær þröngskífur (EP), Tension (2013) og Circles (2015) sem innihalda þekkt lög eins og Before, Ég bíð þín og Waterfall.

Það er mikið um að vera hjá Vök þessa dagana en sveitin gaf nýlega út lagið Show Me sem er fyrsta lagið af fyrstu breiðskífu sveitarninar sem kemur út í mars mánuði. LagVök hefur verið að vinna með Breska upptökustjóranum Brett Cox (Jack Garratt, Tusks).

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nánar um samstarf KEX, KÍTÓN og Arion banka
KEX Hostel hefur frá opnun 2011 lagt mikla áherslu á lifandi tónlist og hefur fjöldi íslenskra og erlendra tónlistamanna komið fram á KEX. Samstarfið með KÍTÓN – konur í tónlist undirstrikar og styrkir enn frekar tengsl KEX Hostel við fjölda listamanna og það er svo sannarlega mikið gleðiefni að tengjast KÍTÓN og munu KEX, KÍTÓN og Arion banki bjóða uppá mánaðarlega tónleika undir yfirskriftinni KEX+KÍTÓN.

KÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og er tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi. Samstarf KÍTÓN við KEX Hostel og Arion bBanka rennur enn fremur stoðum undir það góða starf sem KÍTÓN er að vinna.

Með tilstuðlan KÍTÓN er umræðan um stöðu kvenkyns laga- og textahöfunda jafnt sem flytjenda orðin fyrirferðameiri en hún hefur verið undanfarna áratugi. Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun og jafnvel má sjá konur í félaginu sem starfa við tónlist sem umboðsmenn eða hafa atbeini eða starfa af tónlistargeiranum. Félagið fer ört stækkandi og eru nú um 246 félagskonur skráðar.

kex-2maxresdefault

Myndbönd frá fyrri tónleikum úr tónleikaröðinni:
Sísý Ey og Milkywhale: https://www.youtube.com/watch?v=wHbqQpBDaOI

Soffía Björg og Boogie Trouble: https://www.youtube.com/watch?v=1ALCdQCHjUs

Glowie og Lily The Kid: https://www.youtube.com/watch?v=QLUVYcD-Hk4

Hildur, Sóley og Þórunn Antonía: https://www.youtube.com/watch?v=ODdqg8TM-oU

Myndband KÍTON fyrir vitundarvakningu um Sterkar Stelpur

 https://www.youtube.com/watch?v=SVgv-iUSdmI 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0