Fufanu bjóða Íslendingum á tónleika á KEX Hostel

Fyrstu tónleikar Fufanu á Íslandi síðan Iceland Airwaves

Reykvíska rokksveitin Fufanu ætla að bjóða Íslendingum á tónleika á KEX Hostel, 28. desember kl. 21:00. Fufanu hafa verið uppteknir við það að taka upp nýja breiðskífu, Sports, sem kemur út 3. febrúar 2017. Þegar hafa lögin Sports og Bad Rockets fengið að hljóma sem forsmekkur af því sem koma skal.

Few More Days To Go er fyrsta skífa Fufanu í fullri lengd og kom hún út á vegum Smekkleysu SM hér á landi, útgáfufélagið One Little Indian gaf skífuna út á erlendri grundu. Breiðskífan hlaut glimrandi viðtökur meðal tónlistarskríbenta og komst hún á m.a. lista yfir bestu plötur ársins hjá The Line of Best Fit, NME og Guardian. Bandaríska útvarpsstöðin KEXP hefur einnig miklar mætur af sveitinni og hefur boðið henni þrívegis í upptökur hjá sér.

Sports var tekin upp af engum öðrum en Nick Zinner upptökustjóra og gítarleikara hljómsveitarinnar Yeah Yeah Yeahs frá New York.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00

Allir velkomnir og aðgangseyrir er enginn.

Myndbandið við Sports:
https://youtu.be/9CZ2oWZWrWk

Myndbandið við Bad Rockets:
https://youtu.be/gDeINcOTURY

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0