Uppselt á Hina árlegu íslensku bjórhÁtíð

Formleg dagskrá opinberuð

KEX Hostel heldur hina árlegu íslensku bjórhátíð, The Annual Icelandic Beer Festival, í sjötta sinn í þessum mánuði, dagana 23.-25. febrúar. Í gær, fimmtudaginn 2. febrúar, seldist upp á hátíðina og er hægt að staðfesta að fjöldi gesta hefur aldrei verið meiri en næstkomandi hátíð.

Hátíðin er haldin í tilefni af 28 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. KEX Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram.

Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendum brugghúsum. Fjöldi brugghúsanna í ár er samtals 23 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Á hátíðinni boðið upp á úrvals handverksbjór, bjórvænan mat og fjölbreytt tónlistaratriði í þrjá daga.

Tilgangur hinnar íslensku bjórhátíðar er að efla og ýta undir innlenda og erlenda bjórmenningu, stuðla að bættari drykkjuháttum Íslendinga og efla fræðslu almennings á framleiðslu og kynningu á handverksbjórum úr hágæða hráefni. Bjórhátíðin hefur það einnig að markmiði sínu að tengja bjór beint við mat og hverskonar matargerð þar sem þessi tvö hugtök eru náskyld og eiga vel saman.

Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hún stækkað ár hvert og hyggst enn fremur að koma Reykjavík í undirmeðvitund alþjóðlegs bjóráhugafólks og bruggara um allan heim á komandi árum. Samhliða hátíðinni verður boðið upp á minni viðburði á Hverfisgötu 12 og Mikkeller & Friends, bjórjóga og bjórhlaup með Mikkeller Running Club Reykjavík svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu Kexlands og á heimasíðu hátíðarinnar sem fer í loftið innan skamms.

DAGSKRÁIN Á THE ANNUAL ICELANDIC BEER FESTIVAL 2017

Fimmtudagur, 23. febrúar

Kl. 17:00-20:00 Fyrsta bjórsamkoma á Skúlagötu 28
Eliza Reid forsetafrú hellir fyrsta bjórnum í glas.

Brugghúsin:
Alefarm (DK) Aslin Beer (USA) Boneyard (USA) Borg Brugghús (IS) Brewski (SE) The Brothers Brewery (IS) Collective Arts (CA) Dry & Bitter (DK) Founders Brewing (USA) Kaldi Brugghús (IS) KEX Brewing (IS) Lord Hobo (USA) Mikkeller (DK) Omnipollo (SE) Other Half (USA) Pirate Life (AUS) Plimmó (IS) Segull 67 (IS) Stone Berlin (DE) To Øl (DK) Viking Brugghús (IS) Ölgerð Egils Skallagrímssonar (IS) og Ölvisholt (IS).

Kl. 20:30 – KEX Hostel – Tónleikar: Hórmónar + SEINT

Athugið að það er frítt á tónleikana á meðan húsrúm leyfir og hátíðargestir með armband fá forgang á tónleikana.

Föstudagur, 24. febrúar

Kl. 15:30 – 16:30 Bjórjóga
Bjórjóga með Söndru Dögg jógakennara úr Sólir Heilsu- og jógasetri í Gym & Tonic á KEX Hostel. Eingöngu 30 pláss í boði og boðið verður uppá fyrsta samvinnubjórinn frá KEX Brewing og Collective Arts Brewing í Kanada. Skráning fer fram í gegnum Kexland.

Kl. 17:00-20:00 Önnur bjórsamkoma á Skúlagötu 28

Brugghúsin:
Alefarm (DK) Aslin Beer (USA) Boneyard (USA) Borg Brugghús (IS) Brewski (SE) The Brothers Brewery (IS) Collective Arts (CA) Dry & Bitter (DK) Founders Brewing (USA) Kaldi Brugghús (IS) KEX Brewing (IS) Lord Hobo (USA) Mikkeller (DK) Omnipollo (SE) Other Half (USA) Pirate Life (AUS) Plimmó (IS) Segull 67 (IS) Stone Berlin (DE) To Øl (DK) Viking Brugghús (IS) Ölgerð Egils Skallagrímssonar (IS) og Ölvisholt (IS).

Kl. 20:30 – KEX Hostel – Tónleikar: Prins Póló + Sísý Ey

Athugið að það er frítt á tónleikana á meðan húsrúm leyfir og hátíðargestir með armband fá forgang á tónleikana.

Laugardagur, 25. febrúar

Kl. 12:00 – 13:00 Bjórhátíðarhlaup frá KEX Hostel
Mikkeller Running Club Bjórhátíðarhlaup. 5 og 10 kílómetrar og bjór í lok hlaups fyrir hlaupara.

Kl. 16:00 – 20:00 Þriðja bjórsamkoma á Skúlagötu 28 (athugið hefst klukkutíma fyrr).

Brugghúsin:

Alefarm (DK) Aslin Beer (USA) Boneyard (USA) Borg Brugghús (IS) Brewski (SE) The Brothers Brewery (IS) Collective Arts (CA) Dry & Bitter (DK) Founders Brewing (USA) Kaldi Brugghús (IS) KEX Brewing (IS) Lord Hobo (USA) Mikkeller (DK) Omnipollo (SE) Other Half (USA) Pirate Life (AUS) Plimmó (IS) Segull 67 (IS) Stone Berlin (DE) To Øl (DK) Viking Brugghús (IS) Ölgerð Egils Skallagrímssonar (IS) og Ölvisholt (IS).

Kl. 20:30 – KEX Hostel – Tónleikar og lokahóf: FM Belfast + VÖK DJ Set

Athugið að það er frítt á tónleikana á meðan húsrúm leyfir og hátíðargestir með armband fá forgang á tónleikana og lokahófið.

Nánari upplýsingar:

Ólafur Ágústsson [email protected] / gsm: 868 4301.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0