Þjóðbúningadagur

Sunnudaginn 12. mars kl. 14 verður þjóðbúningadagur Þjóðminjasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þennan dag eru gestir hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Sérstaklega er hvatt til þess að fólk mæti á þjóðbúningi síns heimalands. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla þá sem eiga búning að nota hann og jafnframt fyrir áhugasama að kynnast fjölbreytileika þjóðbúninganna.

Félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna þjóðdansa og bjóða viðstöddum að taka þátt í dansinum. Sýndir verða þjóðbúningar eftir Helgu Áslaugu Þórarinsdóttur sem verður 90 ára í sumar. Helga er áhugafólki um íslenska þjóðbúninga að góðu kunn enda hefur hún áratugum saman verið mikilsvirkur félagsmaður bæði í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.

Viðburðurinn hefst kl. 14:00 og er ókeypis á safnið fyrir alla þá sem mæta á þjóðbúningi.

Sýningartímabil
12.3.2017
Sýningarstaður
Safnahúsið Hverfisgötu

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0